spot_img
HomeFréttirÁgúst Orrason: Pepplistinn Minn

Ágúst Orrason: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Keflavíkur, Ágúst "Pepp" Orrason, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Keflavík tekur á móti Hetti í 4. umferð Dominos deildar karla kl.19:15 í TM Höllinni.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

 

 

 

 

Ágúst:

"Þetta er svona top 5 listinn hjá mér, annars hefur það verið hjá mér seinustu ár að það er bannað að hafa eigin ipod í upphitun þannig ég hef alltaf þurft að peppa mig mest megnis sjálfur." 

 

 

Daft Punk ft. Pharrell – Get Lucky
-Góður taktur sem kemur mér einhvernveginn alltaf í fýlinginn.

DJ Muscleboy – Pump it up
-Egill Einarsson er grjótharður úr Kópavoginum, ég er grjótharður úr Kópavoginum. Þetta smellpassar bara.

Pitbull ft. Chris Brown – International Love
-Ég fæ mér alltaf 305 milligröm af Pitbull fyrir hvern leik, það er bara þannig.

Drake – Worst Behavior 
-Erum held ég allir í liðinu að vinna mikið með þetta þessa dagana. 

Bastille – Pompeii
-Finnst þetta bara ofboðslega gott lag og það kemur mér í gírinn.
 

Fréttir
- Auglýsing -