ÍR lagði Stjörnuna í kvöld í 20. umferð Dominos deildar karla, 97-95. Eftir leikinn er ÍR í 9. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Stjarnan er í 3. sætinu með 26 stig. Eins skrýtin og deildin er þetta árið, þá má segja að ÍR hafi með sigrinumfarið langleiðina með að bæði tryggja sæti sitt í deildinni og halda sér inni í myndinni hvað varðar sæti í úrslitakeppninni.
Karfan spjallaði við Zvonko Buljan, leikmann ÍR, eftir leik í Hellinum. Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði Zvonko 30 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og þá fiskaði hann 7 villur í leiknum.
Viðtal / Helgi Hrafn