spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaYfirgaf Umhyggjuhöllina í sjúkrabíl

Yfirgaf Umhyggjuhöllina í sjúkrabíl

Rétt í þessu lauk leik Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í úrslitum Bónus deildar karla.

Með sigri náði Stjarnan að jafna einvígið 2-2 og fara þeir því í oddaleik um titilinn, en hann mun fara fram komandi miðvikudag 21. maí í Síkinu á Sauðárkróki.

Shquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, yfirgaf völlinn í öðrum leikhluta leiks kvöldsins eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun og fundið fyrir verk í hjartanu. Skömmu síðar kallaði vallarsþulur eftir læknum úr hópi áhorfenda og fóru tveir þeirra tafarlaust inn í búningsklefa til að veita leikmanninum aðstoð. Í kjölfar atviksins var tilkynnt að Rombley væri fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl, en ástand hans væri stöðugt. Í hálfleik var áhorfendum gert aðvart og beðnir um að rýma svæðið svo sjúkraflutningamenn gætu sinnt aðgerðunum óhindrað. Þeim var því vísað út um bakútgang Ásgarðs. Líðan hans er nú stöðug samkvæmt heimildum Körfunnar. Engar frekari fréttir hafa borist af atvikinu.

Fréttir
- Auglýsing -