spot_img
HomeFréttirYfirburðir hjá 8. flokki kvenna í Keflavík

Yfirburðir hjá 8. flokki kvenna í Keflavík

 
Um síðustu helgi lauk þriðju umferð á Íslandsmótinu í 8. flokki kvenna þar sem Keflvíkingar hafa verið einráðir. Mótið fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem Keflavík vann alla leiki sína og er liðið taplaust á þessu tímabili!
Úrslit Keflavíkur á fjölliðamótinu í 8. flokki kvenna:
 
Keflavík – Fjölnir 79 – 26
Keflavík – Grindavík 51 – 8
Keflavík – Hrunamenn 78 – 5
Keflavík – Njarðvík 46 – 13
 
Þjálfari liðsins er Einar Einarsson en honum til aðstoðar er landsliðsmiðherjinn og leikmaður Iceland Express deildar liðs Keflavíkur, Sigurður Þorsteinsson.
 
Fréttir
- Auglýsing -