spot_img
HomeFréttirYes sir eða no sir annars 25 armbeygjur: Þór Kristjáns komst að...

Yes sir eða no sir annars 25 armbeygjur: Þór Kristjáns komst að hjá Lake Travis

 
Þór Kristjánsson söðlaði um í sumar og fór í ágústbyrjun á vegum International Experience til Austin Texas og er þar nú við nám í Lake Travic High School. Þessi miðskóli telur tæplega 3000 manns en Þór vakti verðskuldaða athygli á dögunum þegar hann komst í körfuboltalið skólans, barist var um 11 stöður og hátt í 90 leikmenn reyndu fyrir sér.
Þór er fæddur árið 1994 og varð t.d. Íslandsmeistari með KR í 11. flokki síðasta vetur. Þór hefur verið að æfa og spila með KR síðan hann var 8 ára. Þór hefur staðið sig með mikilli prýði og sýnt mikla hörku og stendur nú uppi sem einn af 11 liðsmönnum varsity liðsins í Lake Travis. Þór mun á komandi tímabili gegna stöðu miðherja eða kraftframherja hjá Lake Travis en hann er hæsti leikmaðurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.
 
Tímabilið hjá þeim hefst ekki fyrr en í nóvember en þangað til keppa þeir á móti sem heitir Pflugerville fall league víðsvegar um Texas sem hefst 14. september. Þetta verður að teljast mjög gott hjá stráknum því það er auðvitað ekki sjálfgefið að labba inn í nýjann skóla í öðru landi og fá að spila körfubolta .Hægt verður að fylgjast með Þór og öðrum leikmönnum í vetur inn á www.maxpreps.com
 
,,Þegar ég kom hingað út þá bjóst ég ekki við svona miklum undirbúningi íþróttum hérna í High School. Ég var mjög heppinn með vini, ég var búinn að vera í allt sumar að tala við krakka á Facebook sem eru bæði í skólanum og körfuboltaliðinu þannig það var lítið mál fyrir mig að eignast góða vini hérna,“ sagði Þór sem byrjaði í skólanum þann 22. ágúst síðastliðinn.
 
,,Skólinn byrjaði 22. ágúst og var ég þá strax búinn að kynnast fullt af krökkum og var fyrsti dagurinn bara algjör snilld. Fyrstu tvær vikurnar eftir að skólinn byrjaði voru ,,tryouts“ fyrir körfuboltann, alla daga, snemma á morgnana áður en skólinn byrjaði, síðan var farið beint í tíma. Þessar tvær vikur var gefið 150% í allt og gerði ég allt mitt besta til að komast í liðið því þetta er langþráður draumur að komast hingað til Ameríku og stunda nám og spila körfubolta, gerist ekki betra!“
 
Þór segir þjálfarana þó geta verið stranga:
 
,,Þjálfararnir eru mjög góðir, geta verið mjög strangir, til dæmis þurfti ég að venjast því að segja alltaf yes sir eða no sir annars þarf maður að taka 25 armbeygjur. Það sem er mjög gott hérna er að núna áður en tímabilið byrjar þá eru þjálfararnir með lyftingaprógramm fyrir hvern og einn og sýna hvernig maður á að gera hlutina 100%. Liðið sem ég er í er með 4 þjálfara sem er mikil breyting þvi ég var bara með einn þjálfara heima á Íslandi. Það sem komið er þá er þetta eins og draumur, það er allt að ganga upp hjá mér, námið gengur mjög vel og karfan ennþá betur.“
 
Mynd 1: Þór og Garon Watter liðsfélagi og góður vinur á æfingu.
Mynd 2: Þór eftir að 11.flokkur KR vann Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili

Fréttir
- Auglýsing -