spot_img
HomeFréttirWNBA: Úrslit deildanna hefjast í nótt

WNBA: Úrslit deildanna hefjast í nótt

13:08
{mosimage}

(Lisa Leslie og félagar í Sparks taka á móti Silver Stars í nótt)

Þá er ljóst hvaða lið leika til úrslita á Austur- og Vesturströnd WNBA deildarinnar. Á Vesturströndinni mætast Los Angeles Sparks og San Antonio Silver Stars en á Austurströndinni mætast New York Liberty og Detroit Shock.

Detroit Shock lögðu Indiana Fever 2-1 á leið sinni í úrslit Austurstrandar og slíkt hið sama gerði New York Liberty gegn Connecticut Sun. Á Vesturströndinni höfðu Los Angeles Sparks betur 2-1 gegn Seattle Storm og San Antonio Silver Stars lögðu Sacramento Monarchs 2-1. Þetta þýðir að öll fjögur liðin sem eru komin í úrslit hafa tapað leik og ljóst að von er á spennandi keppni næstu daga.

Úrslitin hefjast í kvöld á Vesturströndinni þegar Los Angeles Sparks taka á móti San Antonio Silver Stars í Staples Center í Los Angeles. Takist Silver Stars að vinna einvígið gegn Sparks verður það í fyrsta sinn í sögu liðsins sem það leikur til úrslita um WNBA titilinn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -