spot_img
HomeFréttirWNBA: Deildin fer vel af stað

WNBA: Deildin fer vel af stað

12:00

{mosimage} 

 

Lauren Jackson (196cm) hefur leikið vel í sumar

Þetta er tólfta árið sem WNBA deildin er starfrækt. Þetta keppnistímabil hefur farið vel af stað. Engin kvennaatvinnumanndeild í BNA hefur náð þessum aldri eða árangri. Í dag eru fjórtán lið í deildinni.

 

 

Það var mjög vel mætt (270 þús. manns) á leikina í maí og uppselt var á fjórtán leiki.

Aðrar tölur hafa einnig verið góðar, sjónvarpsáhorf hefur aukist, umferð á wnba.com hefur aukist og sala á WNBA varningi hefur einnig aukist.

Deildin fær ágæta umfjöllun í sjónvarpi. Um tuttugu leikir eru á dagskrá ABC og ESPN2 og 70 leikir verða á NBATV.

Ágætar upplýsingar um þessa deild má finna á vefnum WNBA.com og síðan má sjá fullt af leikjum á hinni ágætu kapalstöð NBATV.

Mynd tekin af vef WNBA.com

Fréttir
- Auglýsing -