spot_img
HomeFréttirWNBA deildin farin af stað

WNBA deildin farin af stað

WNBA deildin fer af stað í dag með þremur leikjum. Seattle Storm gegn New York Liberty, Los Angeles Sparks gegn Phoenix Mercury og Indiana Fever gegn Washington Mystics.

Leikið er á svæði IMG Academy á Flórída í sérstakri búbblu fyrir deildina, en NBA deildin er svo ekki langt frá í búbblu Disneylandi.

Hérna er hægt að fylgjast með gangi mála

Mikil eftirvænting hafði verið fyrir frumraun bakvarðar New York Liberty, Sabrina Ionescu, sem valin var fyrst í nýliðavalinu í apríl síðastliðnum, en hún á að baki frábæran háskólaferil með Oregon Ducks. Fór svo að lið hennar tapaði nokkuð örugglega fyrir Seattle Storm, 71-87, í þessum fyrsta leik, en Ionescu skilaði samt sem áður 12 stigum, 6 fáköstum og 4 stoðsendingum á 34 mínútum spiluðum.

Leikar halda svo áfram á morgun og verða leiknir þrír leikir flesta daga fram til 8. september, þegar deildin fer í úrslitakeppni.

Fréttir
- Auglýsing -