Chris Webber hefur snúið á kunnar slóðir. Fyrir 12 árum síðan heimtaði kappinn að vera skipt frá Golden State Warriors en nú er hann komin aftur til GSW og til Don Nelson´s. Það var tímabilið 93-94 sem Webber var “draftaður” númer 1 af Orlando Magic, og þá var hann fyrsti annars árs nemandi í Háskóla til að verða valinn númer 1 (fyrstur var Magic Johnson) Webber kom hinsvegar ekkert við sögu hjá Orlando því honum var strax skipt til GSW fyrir Penny Hardaway, ásamt þremur framtíðar háskólavalmöguleikum frá Orlando.
“Rookie” árið hans var mjög gott setti niður 17 stig og hirti rúmlega 9 fráköst og var valinn Nýliði ársins (en aðeins 6 atvkæði skildu hann og Penny Hardaway í því vali) Það var svo árið 94 sem Webber sagðist ekki geta unnið með Don Nelson vegna persónulegra deilna við hann og honum var því skipt til Washington Bullets (Wizards í dag) Þar hitti hann fyrir sinn gamla félaga úr Michigan, Juwan Howard en þar spiluðu þeir saman í hinu undir hinu fræga gælunafni “FAB 5” (ásamt Jalen Rose, Ray Jackson, Jimmy King)
Seinna fór kappinn svo til Sacramento þar sem hann átti sín bestu ár. Don Nelson sagði í samtali vestra að hann vantaði einn stóran reynslubolta í liði sitt, sem nú stendur í 7 sæti í baráttu um sæti í úrslitakeppnina. “ Ég grunar að ef við fáum hann ekki erum við ekki nægilega sterkt lið fyrir úrslitakeppnina. Hann mun gera aðra leikmenn betri í kringum sig og um leið gerir það liðið sterkara. Ég get unnið með hverjum sem er sem gerir lið mitt sterkara” sagði Nelson. Gert er ráð fyrir að Webber verði leikfær jafnvel á föstudag með liði Warriors.