Golden State Warriors sigruðu heimamenn í San Antonio Spurs í þriðja leik liðanna í úrslitum vesturstrandar NBA deildarinnar. Warriors því komnir í 3-0 forystu í einvíginu og freista þess að sópa Spurs út úr úrslitakeppninni með sigri í næsta leik.
Golden State voru betri aðili leiksins frá upphafi til enda. Voru 9 stigum yfir í hálfleik 64-55, Spurs þó aldrei langt undan. Minnstu munaði 8 stigum á liðunum í lokeleikhlutanum og með smá heppni hefði laskað lið Spurs hæglega getað gert þennan leik spennandi undir lokin. Allt kom þó fyrir ekki. Warriors sigldu nokkuð þægilegum 120-108 sigri í höfn.
Meiðsl verið nokkuð mikil hjá Spurs þessa úrslitakeppnina. Leikstjórnandi þeirra, Tony Parker, meiddist fyrr í úrslitakeppninni og tekur ekki frekari þátt í vetur. Stjörnuleikmaður þeirra, Kawhi Leonard, hefur ekki verið með síðan að leikmaður Warriors, Zaza Pachulia steig undir hann í skoti í fyrsta leik einvígis liðanna og ekki er talið líklegt að hann taki frekari þátt. Þá meiddist framherji þeirra, David Lee, í leik næturinnar, þar sem það leit ekki út fyrir að vera líklegt að hann tæki frekari þátt á þessu tímabili.
More bad news for the #Spurs: David Lee injured his leg and had to leave on a wheelchair. #GoSpursGo pic.twitter.com/mbbHrEQPJM
— Chat Sports (@ChatSports) May 21, 2017
Atkvæðamestur fyrir Warriors var Kevin Durant með 33 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar á meðan að fyrir Spurs var það Manu Ginobli sem dróg vagninn með 21 stigi og 2 stoðsendingum.
Manu klobbar David West:
Manu _x1f602_ pic.twitter.com/NjW9vfytMA
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2017
Shea Serrano, blaðamaður og aðdáandi Spurs, sá ljósu hliðarnar hjá sínum mönnum:
they don't raise punks in australia — everyone there is made of concrete https://t.co/f9MmRFFgNY
— Shea Serrano (@SheaSerrano) May 21, 2017
dejounte murray is gonna be so dope
— Shea Serrano (@SheaSerrano) May 21, 2017
klay (angry at his lessened role) leaves to the spurs this offseason ~ it's him & kawhi vs. steph & KD for the next eight years ~ god bless
— Shea Serrano (@SheaSerrano) May 21, 2017
Það helsta úr leiknum: