spot_img
HomeFréttirWade úrvinda í tapi - Eru Celtics að missa af Cavs?

Wade úrvinda í tapi – Eru Celtics að missa af Cavs?

07:45:20
Það eru takmörk fyrir öllu og Dwayne Wade komst að því í gær þegar hann skoraði aðeins 18 stig í tapi Miami Heat gegn Philadelphia 76ers. Á meðan flestir myndu telja sig fullsæmda af 18 stigum hefur Wade verið að spila eins og sannkallað viðundur síðustu vikur og toppaði með 50 stiga leik kvöldið áður. Þá lék hann einnig rúmar 50 mínútur í þrí-framlengdum leik og var að þeim sökum nokkuð eftir sig og lái honum hver sem vill.

Jermaine O‘Neal var með 20 stig fyrir Miami og André Igoudala var með 21 stig fyrir Philadelphia.

Boston geta varla beðið eftir því að fá Kevin Garnett aftur úr meiðslum, því þeir fara að missa af Cleveland ef ekki rætist úr hjá þeim á næstunni. Í nótt töpuðu þeir gegn Milwaukee Bucks, sem er, vel að merkja, án tveggja bestu manna sinna, á meðan Cleveland vann NY Knicks. Cleveland er nú með fjögurra sigra forskot á Boston á toppi Austurdeildarinnar.

Í Vestrinu er engin slík spenna fyrir hendi,. En toppliðið þar, LA Lakers lagði Dallas Mavericks að velli í nótt þar sem liðsheildin og breiddin var í aðalhlutverki. Kobe Bryant hélt sig til hlés lengst af og lét spilið snúast um Pau Gasol, sem fór hamförum undir körfunni lengst framan af. Bryant lét þó til sín taka þegar Dallas höfðu barist aftur inn í leikinn og stýrði þeim í örugga höfn.

Á meðal annarra úrslita næturinnar má nefna sigur Orlando á Utah, Phoenix rústaði Golden State Warriors með 154 stiga frammistöðu og LA Clippers unnu New Jersey þar sem Steve Novak tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út.

Hér eru úrslit næturinnar/gærkvöldsins:

Indiana 87

Toronto 110


Memphis 89

Detroit 84

 

Boston 77

Milwaukee 86

 

Portland 80

Atlanta 98

 

Miami 77

Philadelphia 85

 

Dallas 100

LA Lakers 107

 

Sacramento 104

Washington 106

 

Utah 87

Orlando 105

 

New York 93

Cleveland 98

 

Phoenix154

Golden State130

 

New Jersey105

LA Clippers 107

Tölfræði leikjanna

Myndskeið úr leikjunum

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -