spot_img
HomeFréttirVonaðist eftir sigri hjá Litháen: Spánverjar sigurstranglegastir

Vonaðist eftir sigri hjá Litháen: Spánverjar sigurstranglegastir

 
Jón Arnór Stefánsson hefur marga fjöruna sopið í Evrópuboltanum og því ekki úr vegi að taka eldsnöggan púls á kappanum sem nú er kominn á fullt í undirbúning með Zaragoza fyrir komandi átök í ACB deildinni. Við ræddum við Jón rétt fyrir leik Spánverja og Litháen fyrr í dag en hann fékk ekki sínu fram þar sem hann vonaðist eftir sigri Litháa.
,,Ég er búinn að horfa á marga leiki og er mjög hrifinn af Litháen, Rússum og Frakklandi. Ég held að Spánverjarnir séu sigurstranglegastir. Þeir eru ekki búnir að vera spila sinn besta bolta en þeir verða bara betri þegar líður á mótið. Þeir eiga ennþá eftir að spila við sterka þjóð og í kvöld verður hörkuleikur hjá þeim á móti Litháen. Ég vona að Litháen vinni þann leik,“ sagði Jón en leikurinn fór 79-91 fyrir Spán.
 
,,Spánverjar eru sigurstranglegastir útaf því að þeir spila bestu vörnina og Gasol bræðurnir eru nánast óstöðvandi undir körfunni. Það er gott flæði í kringum þá og svo má auðvitað ekki gleyma því að þeir eru með Navarro. Hann er einfaldlega maðurinn,“ sagði Jón og sagði það góðra gjalda vert að hafa auga með Finnum á mótinu.
 
,,Þeir fara fyrir Norðurlöndunum í þessu móti og rétt töpuðu fyrir Makedóníu áðan í hörkuleik. Þeir stóðu sig frábærlega í þessu móti og með smá heppni hefðu þeir getað komist áfram.“
 
Úrslit dagsins á EM í dag koma hér að neðan en eins og fram kemur í samtalinu við Jón þá eru Finnar úr leik en hafa bætt árangur sinn í lokakeppni EM með því að landa einum sigri, síðast töpuðu þeir öllum leikjunum.
 
Úrslit dagsins á EM:
 
Bretland 85-73 Portúgal
Ísrael 91-88 Lettland
Makedónía 72-70 Finnland
Georgía 69-53 Úkraína
Pólland 84-83 Tyrkland
Ítalía 84-91 Frakkland
Svartfjallaland 55-71 Grikkland
Búlgaría 77-89 Rússland
Litháen 79-91 Spánn
Þýskaland 64-75 Serbía
Bosnía 92-80 Króatía
Belgía 61-70 Slóvenía
 
Þessi lið hafa ekki tapað leik á EM til þessa:
 
Spánn
Serbía
Frakkland
Rússland
Slóvenía
 
Mynd/ Jón Arnór telur Spánverja sigurstranglegasta og varð ekki að ósk sinni um þeirra tap gegn Litháen á EM í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -