spot_img
HomeFréttirVologda taplaust í gegnum riðlakeppnina

Vologda taplaust í gegnum riðlakeppnina

8:52

{mosimage}

Chevakata Vologda sem Alexander Ermolinskij þjálfar lék sinn síðsta leik í riðlakeppni FIBA EuroCup kvenna. Vologda heimsótti ungverska liðið Szeged og var þetta erfiðasti leikur rússanna í riðlinum en framlengja þurfti leikinn áður en læristúlkur Alexanders sigruðu 89-95.

 

Þær fóru því taplausar í gegnum riðilinn og er því komið í 16 liða úrslit keppninnar ásamt ungverska liðinu.

runar@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -