spot_img
HomeFréttirVísir.is: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket

Vísir.is: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. www.vísir.is greinir frá.
 
 
“Ég er að fara til Svíþjóðar og til hans Peters í LF Basket. Ég er að fara að skrifa undir þetta eftir tíu mínútur,” sagði Haukur Helgi Pálsson í lok æfingu íslenska landsliðsins í kvöld. En er hann að fara úr sólinni í frostið í norður Svíþjóð.
 
“Ég get ekki sagt að það hafi verið mikil sól í Breogan því það rigndi 250 daga á ári en það var aðeins sunnar á hnettinum,” sagði Haukur brosandi. Hann fann fyrir miklum áhuga frá Peter Öqvist.
 
“Peter hafði samband við mig strax eftir tímabilið eins og hann hefur gert undanfarin ár og hann spurði mig hvernig mín mál yrði. Ég held að þetta verði bara spennandi. Þetta er meiri körfuboltabær heldur en eitthvað annað, þeir eru með nýja íþróttahöll og vilja gera stóra hluti sem er spennandi,” sagði Haukur
 
Fréttir
- Auglýsing -