spot_img
HomeFréttirVinnusigur Íslands á Georgíu í lokaleik - Enduðu í 7. sæti Evrópumótsins

Vinnusigur Íslands á Georgíu í lokaleik – Enduðu í 7. sæti Evrópumótsins

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Í dag sigraði liðið lokaleik sinn gegn Georgíu með 4 stigum, 94-90. Endaði liðið því í 7.sæti Evrópumóts þessa árs.

Leikur dagsins var spennandi allan tímann, þó svo að Ísland hafi haft yfirhöndina lungann úr honum. Undir eftir fyrsta leikhluta, 20-22, en svo komnir yfir í hálfleik, 48-43.

Í seinni hálfleiknum var það sama uppi á teningnum. Ísland hélt forystu sinni. Vörðust áhlaupum Georgíu með miklum glæsibrag og sigruðu að lokum með 4 stigum, 94-90.

Orri Hilmarson var atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum með 22 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Hérna er upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -