Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal.

Í dag kl. 12:00 mætir Ísland liði Georgíu í lokaleik sínum á mótinu, en sá leikur er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið endi í 7. sætinu.

Bein útsending verður hér að neðan, en hægt verður að skoða tölfræði leiksins, sem og þeirra leikja sem eru búnir hér.