Haukar hafa samið við Ville Tahvanainen um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.
Ville er 23 ára finnskur bakvörður sem samkvæmt tilkynningu félagsins er hugsað að fylla það skarð sem að Hilmar Smári Henningsson skildi eftir hjá félaginu er hann samdi við Eisbaren Bremerhaven á dögunum.
Ville kemur beint úr háskóla vestanhafs en þar spilaði hann með Bradley Bravers í 1. deild NCAA en fyrir skólagöngu sína spilaði hann í finnsku 2. deildinni. Hjá Bravers skilaði Tahvanainen 7 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá á hann þrjá A landsleiki að baki fyrir Finnland í undankeppni HM 2019 og var fastamaður í yngri landsliðum þeirra.