Búið er að fresta viðureign Hamars og KFÍ í Iceland Express deild karla þar sem ekki er flogið til Ísafjarðar í dag. Það verða því aðeins tveir leikir í Iceland Express deild karla í kvöld, KR-Njarðvík og Stjarnan-Tindastóll.
Nýr leiktími á viðureign Hamars og KFÍ er fimmtudagurinn 18. nóvember næstkomandi.