spot_img
HomeFréttirViðtal og myndasafn frá Tindastóll-Ármann í 7. flokki karla

Viðtal og myndasafn frá Tindastóll-Ármann í 7. flokki karla

Íþróttahús Kennaraháskóla Íslands iðaði af lífi í dag þegar Karfan.is leit þar við. Viðureign Ármenninga og Tindastóls í D-riðli 7. flokks stóð þá sem hæst. Gestirnir úr Skagafirði fóru með sigur af hólmi og í leikslok ræddi Karfan.is við ungan mann að nafni Ragnar Ágústsson sem er í sjötta bekk og var að spila eitt ár upp fyrir sig með 7. flokki.
 
Ragnar var hvergi banginn þegar hann sagði þjálfara sinn Hrein Birgisson besta leikmann Tindastóls í Domino´s deild karla en Ragnar er búinn að gera það sem þjálfara hans hefur ekki tekist þessa vertíðina, að vinna leik á Íslandsmóti!
 
 
Viðtal við Ragnar Ágústsson leikmann Tindastóls
 
Flautukarfa hjá Ármanni í 3. leikhluta
  
Fréttir
- Auglýsing -