Undir 16 ára lið drengja kom til Kisakallio í Finnlandi í dag til þess að taka þátt í Norðurlandamóti þessa árs. Við heyrðum í þjálfara liðsins, Viðari Erni Hafsteinssyni og spurðum hann aðeins út í hvernig undirbúningurinn hefur gengið og hver séu markmið liðsins á mótinu.
Hvernig hefur undirbúningur fyrir mótið gengið?
"Undirbúningur hefur gengið ágætlega, höfum átt fínar æfingar síðastliðnar 2 vikur og við þjálfararnir bara þokkalega sáttir með liðið."
Hverskonar körfubolta spilar liðið?
"Við viljum spila hraðan sóknarleik, reyna að fá opin skot eða auðveldar körfur í hraðaupphlaupum annars hreyfa boltann vel í hálfum velli með góðu tempói. Varnarlega þá viljum við vera agressívir og setja pressu á andstæðinginn"
Hverjir eru helstu veikleikar/stykleikar hópsins?
"Ef við náum að halda áfram að byggja upp stemmingu og halda áfram að byggja á þá vinnusemi sem er í hópnum þá tel ég það vera styrkleika. Margir telja það líklega veikleika að við erum ekki hávaxnir en ég held að það muni ekki há okkur mikið ef við náum að vinna með okkar áherslur í varnarleik og sýnum vinnusemi og dugnað í frákastabaráttu."
Er eitthvað hægt að ráða í styrkleika/veikleika liðanna sem leikið verður gegn?
Hvaða lið á að vera það besta í þessum flokk?
"Ég á erfitt með að svara þessu, ég sá flest af þessum liðum í fyrra í Copenhagen invitational en þá voru flestar þjóðir með tvö lið í því móti en Finnar náðu lengst með annað liðið sitt og við vitum að þeir eru sterkir."
Hver eru markmið liðsins fyrir mótið?
"Okkar markmið er að gera betur í dag en í gær og vinna í bætingum milli leikja. Þetta verður mikill lærdómur fyrir liðið og góður undirbúningur fyrir EM seinna í sumar. Auðvitað ætlum við okkur að fara eins ofarlega og við getum en við munum leggja mikla áherslu á að vinna með þá hluti sem við höfum verið að setja inn og bæta okkur í því til að geta svo haldið áfram að byggja ofaná það þegar líður á sumarið."
Leikir liðsins:
Mánudag 26.06 gegn Finnlandi
Þriðjudag 27.06 gegn Noregi
Miðvikudag 28.06 gegn Svíþjóð
Fimmtudag 29.06 gegn Danmörku
Föstudag 30.06 gegn Eistlandi
Liðið skipa:
Andri Þór Tryggvason Keflavík
Árni Gunnar Kristjánsson Stjarnan
Baldur Örn Jóhannesson Þór Akureyri
Dúi Þór Jónsson Stjarnan
Gunnar Auðunn Jónsson Þór Akureyri
Ingimundur Orri Jóhannsson Stjarnan
Júlíus Orri Ágústsson Þór Akureyri
Kolbeinn Fannar Gíslason Þór Akureyri
Sigurður Aron Þorsteinsson Skallagrímur
Sindri Már Sigurðsson Þór Akureyri
Veigar Áki Hlynsson KR
Veigar Páll Alexandersson Njarðvík
Þjálfari: Viðar Hafsteinsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá leikjum liðsins hér, sem og verða fréttir daglega inni á karfan.is.