6:00
{mosimage}
Laugdælir sem leika í 1. deild karla næsat vetur eftir nokkura fjarveru fengu í dag liðsstyrk þegar Egilsstaðabúinn Viðar Örn Hafsteinsson ákvað að gang til liðs við þá. Viðar sem lék lengst af með Hetti, þ.á.m. í Iceland Express deildinni á sínum tíma lék með Hamri síðastliðinn vetur. Þá var Viðar í U20 ára landsliði Íslands sem lék í B deild Evrópukeppninnar í Búlgaríu.
Karfan.is náði á Viðari austur á Egilsstöðum þar sem var stund milli stríða hjá honum í fóboltanum en hann leikur með Spyrni í 3. deildinni.
Við byrjuðum á að spyrja hvers vegna hann hafi farið í Laugdæli.
„Ég vel Laugdæli því ég er í skóla á Laugarvatni og það að geta spilað þar kemur í veg fyrir mikinn akstur. Strákarnir í liðinu eru góðir vinir mínir og mér finnst spennandi að fara út í baráttuna í 1. deild með þeim. Það verður pottþétt hörku stemming upp á Laugarvatni fyrir þessu verkefni.“
En hvaða væntingar hefur þú fyrir vetrinum?
„Ég svosem get ekki gert miklar væntingar núna þar sem leikmannahópurinn er ekki alveg negldur, en ef allt smellur þá getur verið að við verðum með lið sem gæti komið á óvart. En eitt get ég sagt að ég geri kröfu um það að við vinnum þegar við förum og spilum við Hött á Egilsstöðum!“
Mynd: Gunnar Gunnarsson