spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaVestri semur aftur við 100 stiga manninn

Vestri semur aftur við 100 stiga manninn

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Jonathan Braeger um að leika aftur með liðinu í 2. deild karla í vetur. Braeger gekk til liðs við Vestra í janúar og hjálpaði liðinu að ná öðrum besta árangrinum í deildarkeppninni á síðasta tímabili. Auk þess að spila með liðinu, mun hann koma að yngri flokka þjálfun hjá Vestra.

Braeger er kannski þekktastur fyrir að hafa skorað 100 stig og náð fjórfaldri tvennu í einum og sama leiknum fyrir Baskets Vilsbiburg í fjórðu efstu deild í Þýskalandi á þar síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -