spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaVerður Jón Axel með Grindavík?

Verður Jón Axel með Grindavík?

Leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanum og íslenska landsliðsins Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim til að leika með uppeldisfélagi sínu í Grindavík í úrslitakeppni Dominos deildarinnar. Þetta staðfesti Jón Axel fyrr í dag í samtali við Körfuna.

Jón hefur síðustu ár leikið við góðan orðstýr í háskólaboltanum ytra, en hann er nú að klára sitt síðasta ár í skólanum. Háskólaboltinn er áhugamannadeild og er hann því samkvæmt félagaskiptareglum ennþá skráður sem leikmaður Grindavíkur.

Tímabilið hjá Davidson í Atlantic 10 deildinni kláraðist á dögunum. Framundan er mót deildarinnar, sem er útsláttarkeppni í Barclays höllinni í New York og er fyrsti leikur þeirra þar gegn La Salle komandi fimmtudag. Gert er ráð fyrir að mótið endi svo komandi sunnudag 15. mars með úrslitaleik.

Hérna er dagskrá mótsins

Sagðist Jón í samtali við Körfuna ekki vera viss með hvað tæki við eftir eftir að tímabilið væri á enda hjá Davidson. Hann væri einfaldlega ennþá að spila körfubolta fyrir sitt lið og það væri aldrei að vita hvað hann myndi gera þegar að það er á enda.

Ljóst er að ef að yrði væri Jón gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Grindavík, sem er sem stendur í 8. sæti Dominos deildarinnar. Síðast þegar að hann lék í Grindavík var tímabilið 2015-16 og skilaði hann þá 16 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -