spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaVerður Baldur Þór næsti aðalþjálfari Ratiopharm Ulm?

Verður Baldur Þór næsti aðalþjálfari Ratiopharm Ulm?

Talið er líklegt að þjálfari meistara Ratiopharm Ulm í Þýskalandi Anton Gavel muni yfirgefa liðið að tímabili loknu og taka við liði Bamberg, en sem stendur er Ulm í 6. sæti deildarinnar með 15 sigra og 8 töp. Samkvæmt Südwest Presse dagblaðinu koma fjórir þjálfarar til greina til þess að taka við starfinu ef svo fer.

Einn þeirra sem er nefndur er aðstoðarþjálfari Ulm og aðalþjálfari ungmennaliðs þeirra Orange Academy Baldur Þór Ragnarsson. Hinir þrír eru Tyron McCoy, sem einnig þjálfar hjá Ulm, þjálfari Tubingen Danny Jansson og þjálfari Vechta Ty Harrelson.

Baldur hefur staðið sig vel með ungmennaliði félagsins það sem af er tímabili, en sem stendur er lið hans í öðru sæti Pro B deildarinnar með 16 sigra og 9 töp það sem af er tímabili. Fyrr í vetur hafði Baldur gefið það út í samtali við Aukasendinguna að samniningur hans væri að renna út hjá Ulm eftir tímabilið og að því færi hann líklega að leita sér að liði fyrir næsta tímabil. Í þeim efnum lokaði hann ekki fyrir neitt, hvort sem það yrði endurkoma til Íslands, eitthvað annað lið á meginlandinu eða annarsstaðar í heiminum.

Fréttir
- Auglýsing -