spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBaldur Þór með lausan samning í sumar "Kannski enda ég í Japan"

Baldur Þór með lausan samning í sumar “Kannski enda ég í Japan”

Fyrrum þjálfari Þórs og Tindastóls í Subway deildinni og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Ratiopharm Ulm er með lausan samning í sumar. Staðfestir Baldur þetta í samtali við Aukasendinguna.

Baldur Þór fór til Þýskalands sumarið 2022 og gerði þá tveggja ára samning við Ulm sem mun renna út nú í sumar. Í samtali við Aukasendinguna staðfesti Baldur að hann ætlaði ekki að endurnýja þann samning og hann myndi þurfa að leita sér að nýju liði þegar tímabilinu lýkur. Aðspurður hvort að það kæmi til greina að semja aftur við lið á Íslandi sagði Baldur að ekkert væri af borðinu fyrir hann eins og staðan væri og gæti það því vel verið að hann kæmi aftur inn í Subway deildina á Íslandi.

Listen on Apple Podcasts

Samtalið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan, en þar fer hann einnig lauslega yfir stöðu efstu liða á Íslandi, fallbaráttuna, lífið í Þýskalandi og komandi undankeppni EuroBasket 2025 sem Ísland leikur sína fyrstu leiki í nú í febrúar.

Fréttir
- Auglýsing -