Gestgjafar Eurobasket 2017 hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir Eurobasket 2017. Þeir tilkynntu 34 manna hóp og munu minnka hann með tímanum en Eurobasket hefst þann 31. ágúst í Helsinki.
Lauri Markkanen er stærsta stjarna hópsins en hann lék með Arizona háskólanum á síðasta tímabili. Hann er talinn vera mjög ofarlega í NBA nýliðavalinu í sumar og því helsta vonarstjarna Finnlands. Samkvæmt spá DraftExpress.com er hann númer níu í nýliðavalinu og talið líklegt að hann muni klifra ofar þegar nær dregur.
Auk hans er Petteri Koponen leikmaður Barcelona stærsta stjarnan en þrír leikmenn spila á Spáni, sex leikmenn í bandaríska háskólaboltanum en flestir koma úr finnsku úrvalsdeildinni.
Finnland er með Íslandi, Grikklandi, Frakklandi, Íslandi, Póllandi og Slóveníu í A-riðli sem fer fram í Helsinki en Finnland er ein af fjórum löndum sem halda keppnina í ár. FIBA Eurobasket fer fram frá 31. ágúst til 17 september og koma þar saman 24 bestu landslið í Evrópu.
Allur 34. manna hópur Finnlands fyrir Eurobasket 2017.
|
||||
Roope Ahonen | Harold Aidoo | Joonas Caven | Tuomas Hirvonen | Shawn Hopkins |
Shawn Huff | Okko Jarvi | Antti Kanervo | Ville Kaunisto | Mikko Koivisto |
Petteri Koponen | Tuukka Kotti | Gerald Lee | Carl Linbom | Alexander Madsen |
Lauri Markkanen | Edon Maxhuni | Oskar Michelsen | Alex Murphy | Erik Murphy |
Juho Nenonen | Samuli Nieminen | Antto Nikkarinen | Mika Nuolivirta | Matti Nuutinen |
Anton Odabasi | Matias Ojala | Topias Palmi | Hannes Polla | Julius Rajala |
Teemu Rannikko | Arttu Saarijarvi | Sasu Salin | Jamar Wilson |
Myndband af leið Markkanen í NBA má finna hér að neðan en ljóst er að mikið efni er á ferðinni sem spennandi verður að sjá mæta Hlyn Bæringssyni og félögum í Íslenska landsliðinu.
Playing in the @NBA has been a dream of mine forever. I wouldn't be on this road to the @NBADraft without the support of so many! Thank you! pic.twitter.com/voFZdE7WYK
— Lauri Markkanen (@MarkkanenLauri) May 18, 2017