spot_img
HomeFréttirVerðandi NBA leikmaður stærsta nafnið í landsliðshóp Finna

Verðandi NBA leikmaður stærsta nafnið í landsliðshóp Finna

Gestgjafar Eurobasket 2017 hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir Eurobasket 2017. Þeir tilkynntu 34 manna hóp og munu minnka hann með tímanum en Eurobasket hefst þann 31. ágúst í Helsinki. 

 

Lauri Markkanen er stærsta stjarna hópsins en hann lék með Arizona háskólanum á síðasta tímabili. Hann er talinn vera mjög ofarlega í NBA nýliðavalinu í sumar og því helsta vonarstjarna Finnlands. Samkvæmt spá DraftExpress.com er hann númer níu í nýliðavalinu og talið líklegt að hann muni klifra ofar þegar nær dregur. 

 

Auk hans er Petteri Koponen leikmaður Barcelona stærsta stjarnan en þrír leikmenn spila á Spáni, sex leikmenn í bandaríska háskólaboltanum en flestir koma úr finnsku úrvalsdeildinni. 

 

Finnland er með Íslandi, Grikklandi, Frakklandi, Íslandi, Póllandi og Slóveníu í A-riðli sem fer fram í Helsinki en Finnland er ein af fjórum löndum sem halda keppnina í ár. FIBA Eurobasket fer fram frá 31. ágúst til 17 september og koma þar saman 24 bestu landslið í Evrópu. 

 

Allur 34. manna hópur Finnlands fyrir Eurobasket 2017.

 

Roope Ahonen Harold Aidoo Joonas Caven Tuomas Hirvonen Shawn Hopkins
Shawn Huff Okko Jarvi Antti Kanervo Ville Kaunisto Mikko Koivisto
Petteri Koponen Tuukka Kotti Gerald Lee Carl Linbom Alexander Madsen
Lauri Markkanen Edon Maxhuni Oskar Michelsen Alex Murphy Erik Murphy
Juho Nenonen Samuli Nieminen Antto Nikkarinen Mika Nuolivirta Matti Nuutinen
Anton Odabasi Matias Ojala Topias Palmi Hannes Polla Julius Rajala
Teemu Rannikko Arttu Saarijarvi Sasu Salin Jamar Wilson  

 

Myndband af leið Markkanen í NBA má finna hér að neðan en ljóst er að mikið efni er á ferðinni sem spennandi verður að sjá mæta Hlyn Bæringssyni og félögum í Íslenska landsliðinu. 

 

Fréttir
- Auglýsing -