spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaVel kjötaður Darko Miličić er kominn aftur á parketið

Vel kjötaður Darko Miličić er kominn aftur á parketið

Fyrrum NBA leikmaðurinn Darko Miličić hefur tekið fram skóna aftur og lék sinn fyrsta opinbera leik síðan 2012 á mánudaginn í fjórðu deildinni í Serbíu.

Darko gekk til liðs við áhugamannaliðið I Came to Play í september. Liðið er í heimabæ hans í Novi Sad og var stofnað fyrr á árinu til að gefa námsmönnum í borginni tækifæri á að halda áfram körfuboltaferli sínum og spila með reynslumiklum leikmönnum en auk Darko fékk liðið til sín fyrrum atvinnumennina Jovo Stanojević, Branko Cvetkovic og Dragan Ćeranić.

Darko, sem er orðinn talsvert kjötaðri en þegar hann var í NBA, þótti sýna góða takta í fyrsta leiknum en hann skoraði 2 stig auk þess að gefa nokkrar stoðsendingar áður en hann fór af velli með smávægileg axlarmeiðsli. Það kom ekki að sök því liðið vann öruggan 78-50 sigur á KK Futog í leiknum.

Darko var valinn annar í nýliðavalinu 2003 af Detroit Pistons. Hann varð NBA meistari með félaginu 2004 og varð þar yngsti leikmaðurinn til að spila í Finals leik, 18 ára og 356 daga gamall. Þrátt fyrir að ferillinn hafi ekki orðið jafn glæstur og menn vonuðu þá spilaði hann 10 tímabil í deildinni og sýndi á köflum góða takta.

https://www.youtube.com/watch?v=0NJSNeFqRZI
Fréttir
- Auglýsing -