spot_img
HomeFréttirVeggspjald: Hampton með læti í Röstinni

Veggspjald: Hampton með læti í Röstinni

 
Fólk var rétt búið að koma sér fyrir og farið að losa um yfirhafnirnar þegar Trey Hampton tróð yfir óskabarn Grindavíkur svo hrikti í stoðum körfunnar. Ólafi Ólafssyni var klínt á veggspjald í gærkvöldi þegar Tindastóll kom í heimsókn í Röstina.
Það hefur viljað loða við þessi veggspjöld okkar á Karfan.is að þegar við festum þau á mynd þá er þolandinn oftar en ekki í sigurliðinu. Athyglisverð staðreynd, svona á góðri leið með að verða hjátrúarfullyrðing eins og þessi: ,,Það lið sem á undan skorar í framlengingu vinnur eiginlega alltaf leikinn.“
 
Myndir/ [email protected] Trey Hampton treður með látum yfir Ólaf Ólafsson og sendir honum svo tóninn. Myndarleg tilþrif en Ólafur er á toppi deildarinnar á meðan Trey og félagar eiga enn eftir að finna sinn fyrsta sigur.
 
Fréttir
- Auglýsing -