Einungis 90 mínútur eru í að Ísland mæti Slóveníu í fjórða leik liðanna á Eurobasket. Þá mætir Ísland ósigruðum slóvenum sem hafa átt frábært mót hingað til. Liðið stefnir á verðlaunasæti á mótinu og ætlar sér ekki að vanmeta Íslands samkvæmt viðtali Karfan.is við stórstjörnu þeirra Goran Dragic.
Í öðrum leikjum dagsins þá getur Finnland tryggt sig áfram með sigri á Grikklandi í kvöld en Finnland hefur leikið frábærlega á mótinu hingað til. Einnig mætir Pólland Frakklandi og getur Frakkland einmitt einnig tryggt sig í 16 liða úrslit.
Veðbankar heimsins hafa ekki mikla trú á sigri Íslands í dag. Í raun má ganga svo langt að segja að þeir hafi enga trú þar sem ekki er hægt að veðja á sigur Slóveníu á einni síðunni.
Stigamunur á síðunum er +23 stig sem þýðir að Ísland byrjar með 23 stiga forskot í þeim veðmálum. Stuðningsmenn Íslands hlusta ekki neitt á þessa spádóma og hvað þá leikmenn. Liðið ætlar að sýna sitt rétta andlit og vonandi verður veðbönkum heimsins gefið langt nef!