spot_img
HomeFréttirValur vann Grindavík 69-61

Valur vann Grindavík 69-61

20:04
{mosimage}
(mynd úr safni)

Valsstúlkur unnu Grindavík í lokaleik 10. Umferðar Iceland Express deildarinnar að Hlíðarenda í dag,  69-61.  Með sigrinum jöfnuðu Valsstúlkur KR að stigum í 4-5 sæti en þessi lið herja mikla baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar þegar aðeins fjórir leikir eru eftir.  
Tinna B. Sigmundsdóttir var stigahæst Valskvenna með 21 stig og 11 fráköst en næstar voru Þórunn Bjarnadóttir með 12 stig og Lovísa A. Guðmundsdóttir með 11 stig.  Hjá Grindavík var Ingibjörg Jakobsdóttir stigahæst með 19 stig en næstar voru Íris Sverrisdóttir með 12 stig og Petrúnella Skúladóttir með 10 stig.

Mynd
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -