spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur lagði ÍR í fyrsta leik Friðriks Inga

Valur lagði ÍR í fyrsta leik Friðriks Inga

Valur lagði ÍR í kvöld í 6. umferð Subway deildar karla, 92-79.

Eftir leikinn er Valur með fjóra sigra og tvö töp á meðan að ÍR hefur unnið einn leik og tapað fimm það sem af er tímabili.

Gangur leiks

Leikurinn er nokkuð jafn í upphafi. Heimamenn í Val ná þó að vera skrefinu á undan í lok fyrsta fjórðungsins, leiða með 5 fyrir annan, 26-21. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn svo enn frekar að styrkja forskot sitt, leiða með 11 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja, 48-37.

ÍR-ingar gera vel að missa heimamenn ekki of langt frá sér í upphafi seinni hálfleiksins. Valur leiðir mest með 18 stigum í þriðja leikhlutanum en staðan er 72-58 fyrir þann fjórða. Undir lokin ná heimamenn að berja ÍR frá sér og vinna leikinn að lokum með 13 stigum, 92-79.

Kjarninn

ÍR fékk til starfa Friðrik Inga Rúnarsson fyrr í vikunni eftir að liðið hafði verið í einhverjum skilningi þjálfaralaust í síðustu þremur umferðum. Ákveðinn kraftur sem virtist koma inn í liðið með nýja þjálfaranum, þrátt fyrir að hafa verið að elta lengst af, gáfust þeir ekki upp og héldu leiknum opnum alveg fram á lokamínúturnar. Áhugavert verður að sjá hvaða áherslur komi inn með nýja þjálfaranum og hvort þeim takist eitthvað að bæta leikmannahópinn fyrir lok gluggans, 15. nóvember.

Valsmenn gerðu nákvæmlega það sem þurfti til þess að vinna þennan leik. Alls ekki neitt meira. Fengu nokkur tækifæri til þess að drepa leikinn algjörlega í seinni hálfleiknum, en létu það vera. Jákvætt fyrir þá að þeirra lykilmenn, Callum Lawson, Kári Jónsson og Pavel Ermolinski taka miklum framförum með hverjum leiknum og virðast óðfluga vera ná fullum styrk sínum.

Atkvæðamestir

Kári Jónsson var bestur í liði Vals í kvöld, skilaði 29 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og Callum Lawson bætti við 21 stigi og 3 fráköstum.

Fyrir ÍR var Collin Pryor líflegastur, setti 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Þá var Sigvaldi Eggertsson með 14 stig og 9 fráköst.

Hvað svo?

ÍR á leik næst komandi fimmtudag 18. nóvember geegn KR heima í Breiðholti, Valur heimsækir Keflavík degi seinna föstudag 19. nóvember.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)

Fréttir
- Auglýsing -