spot_img
HomeFréttirValur kvittaði fyrir tap síðasta föstudags

Valur kvittaði fyrir tap síðasta föstudags

Valur B tók á móti Njarðvík B í 2. deildinni í Origohöllinni í kvöld. Það var ekki að sjá á höllinni að kvöldið áður hefði verið haldnir lokatónleikar Airwaveshátíðarinnar þarna á gólfinu. Þess ber að geta að körfuknattleiksdeildin setti salinn upp fyrir tónleikana og tók saman í morgun. Það virtist ekki koma niður á leik Valsmanna sem mættu til leiks staðráðnir í að hefna fyrir ófarir úrvalsdeildarliðsins gegn Njarðvíkurliðinu á föstudaginn.

Valsmenn höfðu frumkvæðið eftir fyrsta leikhluta og leiddu 24-15. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta sem gestirnir unnu með 1 stigi og var staðan því 50-42 fyrir Val í hálfleik. Njarðvíkingar mættu tilbúnari í þriðja leikhluta og unnu hann með 7 stigum og minnkuðu muninn í 1 stig fyrir loka fjórðunginn. Leit ekki of vel út í byrjun fjórða leikhluta þegar gestirnir náðu 4 stiga forystu. Þá vöknuðu okkar drengir og sigldu heim sigri 85-79. Vel gert drengir!

Stigahæstu menn voru Snjólfur Björnsson með 25 stig, Arnaldur Grímsson með 18, Sigurður Páll Stefánsson 16 og Egill Jón Agnarsson 13. Hjá Njarðvík var Veigar Páll Alexandersson með 32 stig og Arnór Sveinsson með 18.

Umfjöllun / Grímur Atlason

Fréttir
- Auglýsing -