spot_img
HomeFréttirValur Íslandsmeistarar í 11. flokki drengja

Valur Íslandsmeistarar í 11. flokki drengja

Valur varð á dögunum Íslandsmeistari í 11. flokki drengja.

Íslandsmeistaratitilinn vann félagið eftir sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi í IceMar höllinni, 91-96. Valur vann einvígið 2-0, þar sem þeir höfðu einnig unnið fyrri leikinn á heimavelli sínum í N1 höllinni.

Páll Gústaf Einarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 20 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu ásamt þjálfara sínum Ágústi Björgvinssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -