spot_img
HomeFréttirValur Ingimundar: Komið gott í bili eftir 28 ár í úrvalsdeildinni

Valur Ingimundar: Komið gott í bili eftir 28 ár í úrvalsdeildinni

11:00 

{mosimage}

 

 

Valur Ingimundarson hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun. Fríið er langþráð hjá Val sem hefur verið viðriðinn körfuboltann lengi en nú síðast þjálfaði hann lið Skallagríms sem leitar nú að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á www.visir.is

„Ég byrjaði að þjálfa fyrir 21 ári og er búinn að vera í meistaraflokki í 28 ár í röð. Það er því kominn tími á smá frí," sagði Valur við Fréttablaðið í gær.

„Ég spái bara í því hvað ég geri í haust þegar að því kemur. Eina hlutverkið mitt í körfunni næsta vetur verður bara að sitja á bekkjunum og horfa á. Það er ekkert sem kallar á mig að halda áfram eins og staðan er núna," sagði Valur jafnframt en þó er ekki öll nótt úti enn að hann snúi til baka eftir fríið.

„Ég er ekki alfarið hættur. Ég ætla allavega að taka mér ársfrí og sjá svo til hvort mig langi aftur í þetta, það kemur alveg til greina," sagði Valur Ingimundarson.

 

www.visir.is – Fréttablaðið í dag

Fréttir
- Auglýsing -