spot_img
HomeFréttirValur: Ég vil stríð!

Valur: Ég vil stríð!

11:00

{mosimage}

Bræður berjast í 8-liða úrslitum þegar Njarðvík og Keflavík leiða saman hesta sína en Valur Ingimundarson stjórnar Njarðvíkurliðinu og bróðir hans Sigurður Ingimundarson er við stjórnartaumana í Keflavík. Karfan.is ræddi við Val Ingimundarson sem sagði að þó Njarðvíkingar hefðu unnið báða deildarleikina gegn Keflavík teldi það lítið núna í úrslitakeppninni. Keflavík á heimaleikjaréttinn og því fer fyrsta viðureign liðanna fram í Toyotahöllinni í kvöld kl. 19:15.

,,Deildarsigrar okkar gegn þeim telja ekki neitt núna, alls ekki neitt! Við höfum ekki sannað eitt eða neitt í vetur og þetta er svona 50-50 rimma. Keflavík hefur eitthvað framyfir okkur og við höfum eitthvað fram yfir þá og við vitum alveg hvernig þetta er, þessar Keflavík-Njarðvík rimmur er bara spurning um vilja og vonandi verður mikið stuð, mikil barátta og mikið af fólki á leikjunum,“ sagði Valur en það hefur vart farið fram hjá körfuknattleiksáhugafólki að síðustu viðureignir liðanna hafa verið ansi daprar, sé tekið mið af fyrri orrustum þessara fornu fjenda.

,,Ég á ekki von á því að þessir leikir verði jafn daprir og t.d. síðasti leikur. Í síðasta leik liðanna höfðu þau ekki að voðalega miklu að keppa. Ég trúi ekki öðru en að liðin séu það hungruð í sigur að menn leggji allt í sölurnar. Það væri grátlegt að fá einhvern tuskubolta í þetta einvígi og ég á ekki von á því að svo verði, ég á von á stríði og ég vill stríð!“ sagði Valur enda var hann einn albesti ,,körfuboltastríðsmaður“ Íslands.

Njarðvíkurteigurinn er orðinn ansi þéttur eftir að grænir fengu til sín Fuad Memcic og segir Valur það ánægjulegt að undanfarið hafi Njarðvíkingar getað telft fram sama liðinu tvo leiki í röð en það hafði þeim ekki tekist á tímabilinu til þessa.

,,Það gæti samt komið okkur í koll hvað við þekkjum nýja manninn lítið, þ.e. hann er búinn að vera í stuttan tíma með okkur en við náum aftur á móti öllum endum saman þá getum við orðið gífurlega sterkir,“ sagði Valur sem einnig hefur vakið athygli með ungu liði en leikmenn á grunnskólaaldri hafa verið að fá stór og mikil tækifæri í Ljónagryfjunni.

,,Ungu leikmennirnir eru sjálfir að keppa stóra leiki í sínum yngri flokkum og fæstir þeirra verða því með í þessum fyrsta leik gegn Keflavík en þeir hafa bara gott af því að sjá úrslitakeppnina. Við erum komnir með sterkan hóp núna og kannski minna um að leikmenn úr grunnskóla séu að láta að sér kveða,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga.

[email protected]

Mynd: [email protected]


 

Fréttir
- Auglýsing -