spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur bestar eftir fyrstu tvær umferðir Subway deildar kvenna - Breiðablik spilar...

Valur bestar eftir fyrstu tvær umferðir Subway deildar kvenna – Breiðablik spilar hraðast

Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu Subway deildar kvenna eftir fyrstu tvær umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) og þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Samkvæmt greiningunni er Valur með langbesta lið deildarinnar með 26,1 í Net Rating. Næst á eftir þeim kemur Njarðvík með 12,5 og Keflavík í því þriðja með 4,0 í Net Rating. Versta lið deildarinnar er Skallagrímur með -18,5 og Breiðablik þar á eftir með -10,0.

Á sóknarhelmingi vallarins ber Valur höfuð og herðar yfir hin liðin með 2,7 í einkunn, en næst besta sóknarliðið eru svo Grindavík og Njarðvík með 3,9. Langsamlega verstu sóknirnar eru hjá Fjölni, 6,4 og Breiðablik 5,8.

Á varnarhelmingi vallarins eru Njarðvík besta liðið með 3,1 í einkunn. Næst besta vörnin er svo í Val, 3,5 og Keflavík og Fjölnir í þriðja með 4,1. Versta vörn deildarinnar er hjá Skallagrím, 6,8 og þar á eftir hjá Grindavík, 5,3.

Þá er þarna einnig að finna útreikninga fyrir hraða liðanna. Samkvæmt töflunni er það Breiðablik sem spilar hraðast, 86,5 sóknir í leik og Grindavík, 85,1 sóknir í leik. Hægast spilar Njarðvík 79,0 sóknir í leik og næst hægast Haukar 80,1 sókn í leik.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fyrir frekari útskýringar á flokkum fjórþáttagreiningarinnar er hægt að lesa hér

Fréttir
- Auglýsing -