Gamli góði valtarinn var tekinn út í dag og notaður á lánlaust lið San Marinó á smáþjóðaleikunum. Skemmst frá því að segja þá sigraði karlaliðið núna fyrir stundu lið San Marinó 93-39. Staðan var 24-14 eftir fyrsta leikhluta en í þeim öðrum settu okkar menn í lás og skoruðu San Marinó menn aðeins 4 stig. Leikurinn var eign okkar manna þar eftir og sigruðu San Marinó menn sannfærandi. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur með 15 stig og næstur honum var Sigurður Þorsteinsson með 14 stig. Spilatíminn dreifðist vel á mannskapinn og komust allir leikmenn á blað. Magnús Þór Gunnarsson hvíldi hinsvegar í þessum leik. Stattið hægt að skoða hér