spot_img
HomeFréttirValsmenn sterkari á lokasprettinum gegn Njarðvík

Valsmenn sterkari á lokasprettinum gegn Njarðvík

Valsmenn lögðu Njarðvík að velli í Origohöllinni í kvöld, 88:75.  Eftir leikinn er Valur í 1.-2. öðru sæti ásamt Keflavík en Njarðvík er í 4.-6. sæti ásamt Haukum og Tindastól.

Það er spurning hvort að kuldinn úti hafi eitthvað haft að segja með ástandið á leikmönnunum. Frekar hægur og rólegur fyrsti leikhluti.  Valsmenn hittu mjög ílla og voru með skotnýtingu upp á 31% og hittu ekki úr einu þriggja stiga skoti í sjö tilraunum. Þegar leið á fyrsta leikhlutann náðu Njarðvíkingar ágætis tökum á leiknum og mjöttluðu inn stigunum og enduðu með leikhlutann með tíu stiga forystu, 15 – 25.

Í öðrum leikhluta var enn sama strögglið á Valsmönnum í þriggja stiga skotunum. En þrátt fyrir það náðu þeir að saxa á forskot Njarðvíkinga, þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks komust Valsmenn yfir með tveimur vítaskotum. Njarðvík hélt þó forystunni í hálfleik 33 – 37.

Valsmenn tóku síðan öll völd í seinni hálfleik, Callum skoraði fyrstu þriggja stiga körfu Valsmanna í byrjun 3. leikhluta. Stemmingin var Valsmanna sem enda með flautukörfu Pablo Bertrone og Valur fór inn í fjórða leikhluta með stöðuna 59-55.

Í fjórða leikhluta var sem allur vindur væri farinn úr Njarðvíkingum og Valsmenn gengu á lagið, Frank Booker gerði mikilvægar körfur og Kári Jóns sem skoraði ekki stig í fyrstu þremur leikhlutunum kom með tvær mikilvægar þriggja stiga körfur. Að lokum vann Valur með þrettán stiga mun, eins og áður segir, 88 – 75.

Stighæstir hjá Val var Callum með 25 og Kristófer með 15 stig.  Hjá Narðvík var Richotti með 16 og Mario með 15 stig.

Valsmenn tóku þennan leik á seiglunni, Callum maður leiksins en vert er að geta góða innkomu Daða Lár sem, ásamt Hjálmari, náði að halda Basile vel í skefjum. Einnig er bekkurinn hjá Val að skila 21 stig á móti 9 stigum hjá Njarðvík. Þess ber þó að geta að Njarðvík voru aðeins með 9 á skýrslu.

Næstu leikir eru að Valsmenn fara á Sauðárkrók á meðan Njarðvík fær nágrannalag við Keflavík. Báðir leikrinir eru 29. des.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -