Valsmenn hafa sagt upp samningi sínum við Curry Collins og samið við nýjan leikmann að nafni Garrison Johnson sem er 195 cm bakvörður samkvæmt heimildum karfan.is. Garrison spilaði með Barreirense CEPSA í Portugal á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 17,6 stig og hirti 2,8 fráköst að meðaltali á leik.
Garrison spilaði í Háskólaboltanum í bandaríkjunum með Jackson State háskólnum í NCAA í fjögur ár. Á lokaári sínu með skólanum fékk hann svokallað AP Honoroble Mention frá NCAA þegar valið var til All American liðsins. Þá voru ekki minni menn en John Wall, DeMarcus Cousins, Greg Monroe og Evan Turner valdir í All American liðin. Annar NBA leikmaður fékk þá einnig AP Honorble mention en það var Al-Farouq Aminu sem spilar með Los Angeles Clippers í dag. Garrison johnson var það árið stigahæsti maður Jackson State með 18,1 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik.
Garrison Johnson hefur fengið leikheimild með Val og verður hans fyrsti leikur gegn Hamri í Lengjubikarnum í kvöld.