spot_img
HomeFréttirValsmenn kafsigldu Haukum í þriðja leikhluta(Umfjöllun)

Valsmenn kafsigldu Haukum í þriðja leikhluta(Umfjöllun)

23:15

{mosimage}

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld þar sem Valsmenn tóku á móti Haukum. Valsmenn sigruðu örugglega í leiknum en sigur þeirra var aldrei í hættu og má segja að sigurinn hafi verið kominn í höfn í þriðja leikhluta þegar munurinn á liðunum var orðin tæplega 30 stig og vottaði fyrir uppgjöf hjá leikmönnum sem og þjálfara Hauka. Leikurinn endaði því með 31 stigs mun, 90-59.  Stigahæstir hjá Valsmönnum voru Craig Walls með 20 stig, Magnús Björgvin Guðmundsson og Steingrímur Ingólfsson með 13 stig hvor.  Hjá Haukum voru það Sveinn Ómar Sveinsson 13 stig, Lúðvík Bjarnason með 9 stig og Marel Guðlaugsson með 9 stig. 

Valsmenn höfðu yfirhöndina á fyrstu mínútunum en Haukar komu þó sterkir inn þegar leikhutinn var um það bil hálfnaður og komust yfir í stöðunni 9-11 en það var eina skiptið sem Haukar voru yfir í leiknum. Seinni hluta leikhlutans spiluðu Valsmenn sterka vörn og juku forskotið smám saman. Craig Walls átti góða innkomu af bekknum hjá Valsmönnum og gerði gestunum erfitt fyrir að sækja á körfuna með vel tímasettum vörðum skotum. Staðan eftir leikhlutan var 23-15 heimamönnum í vil.

 

Annar leikhluti var sá jafnasti í leiknum en Haukar héldu sér innan við 10 stigum undir alveg fram á lokamínútu leikhlutans. Bæði lið róteruðu leikmönnum hratt og má segja að það hafi verið Valsmönnum í hag því þeir spiluðu mjög hraðan bolta sem Haukar réðu oft illa við. Eftir 5 mínútur af leik var staðan 33-25 og liðin að skiptast á að skora, Staðan hélst því álíka og þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var munurinn 9 stig, 38-29. Valsmenn náðu nokkuð góðum lokakafla höfðu náð muninum upp í 13 stig þegar lokaflautan gall, 47-34. Stigahæstir í hálfleik voru Craig Walls með 14 stig og Magnús Björgvin með 11, sem átti góða innkomu í leikhlutanum, hjá Val.  Hjá Haukum voru Sveinn Ómar Sveinsson með 12 stig og Marel Guðlaugsson með 8 stig. 

{mosimage}

 

Þrátt fyrir að hafa forskotið hefur Rob Hogdeson lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik því þeir mættu tvíefldir til seinni hálfleiks og hreinlega kafsigldu gestunum sem skoruðu aðeins 5 stig fyrstu 7 mínúturnar af leikhlutanum. Valsmenn spiluðu virkilega flotta aggressiva vörn á Hauka sem virtust ekki hafa mörg svör. Þegar 4 mínútur voru liðnar af leikhlutanum var stðaan 55-38 og fátt um fína drætti í leik gestana. Valsmenn voru ennþá að rótera sínum leikmönnum hratt og allir leikmenn á leikskýrslu búnir að koma við sögu í leiknum en aðeins einum leikmanni Vals tókst ekki að skora í kvöld. Það hjálpaði Valsmönnum að spila hraðan leik og stífa vörn hátt á vellinum sem Haukar réðu ekkert við í leikhlutanum. Það fór að votta fyrir uppgjöf hjá Haukum þegar leið á þriðja leikhluta en munurinn var kominn í 22 stig þegar tæplega 4 mínútur voru eftir, 61-39, og Haukar því aðeins skorað eitt stig á 4 mínútum. Leikhlutinn endaði með 29 stiga forskoti heimamanna, 73-44. 

{mosimage}

  Leikurinn var mun jafnari í 4 leikhluta en Valsmenn virtust slaka aðeins á í vörninni sem hleypti smá hreyfingu í sóknarleik Hauka sem hafði verið mjög slakur framan af. Stig Hauka í leikhlutanum komu þó af miklu leiti úr hraðaupphlaupum en Valsmenn voru klaufskir að henda frá sér boltanum nokkuð oft í leikhlutanum. Heimamenn bættu þó aðeins við forskotið í leikhlutanum en leikurinn endaði með 31 stig mun, 90-59.

Það er auðvelt að fullyrða að sigur Valsmanna í kvöld skrifast algjörlega á flottan varnaleik sem Haukar réðu engan veginn við og höfðu í raun aldrei svör við. Leikmenn liðsins áttu allir fínan leik og því erfitt að setja einn fram yfir annan. Hjá Haukum var fátt um fína drætti og sést það vel á lokatölum leiksins að sóknarleikur liðsins var í molum allan leikinn og í raun var hann tilviljunarkenndur allan leikinn.

Tölfræði

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -