Eftir undirbúningsvinnu og fjáraflanir í heilt ár héldu 18 drengir úr Val til Boston, ásamt David Patchell þjálfara, til að taka þátt í The Red Auerbach Basketball School. 150 drengir tóku þátt í körfuboltabúðunum að þessu sinni, 21 frá Íslandi, 1 frá Ísrael, 1 frá Póllandi og svo alls staðar að úr Bandaríkjunum.
Dagarnir í búðunum voru langir, 12 klukkustundir af körfubolta og samanstóðu af upphitun (superman upphitunin sló sérstaklega í gegn, stöðvum, skotkeppnum, þjálfun í liðum, leikjum, fyrirlestrum og heimsókn frá áttföldum NBA sigurvegara, Tom Satch Sanders. Einn af uppáhalds fyrirlestrunum var frá Taylor þjálfara en strákarnir voru líka hrifnir af Curley þjálfara (og „búðastjóra“) sem sagði að þeir ættu alltaf að bæta við orðinu „enn“ þegar þeir töluðu um eitthvað sem þeir gætu ekki.
Víkingur Goði Sigurðsson lýsti upplifun sinni af búðunum sem „frábærri, líklega bestu viku lífs síns“.
Í ferðinni var einnig „Basketball Hall of Fame“ safnið skoðað þar sem strákarnir hittu fyrrum NBA leikmanninn og þrefaldan NBA sigurvegara, Bill Cartwrigth. Þar að auki gafst smá tími til að skoða sig um í Boston og kíkja í búðir áður en heim var haldið.
Þeir Íslensku strákar sem hlutu viðurkenningar í búðunum voru:
Í sigurliði „Challenger“ keppninnar: Óðinn Arnarsson og Gabríel Backman Waltersson
Í sigurliði „Pro“ keppninnar og sigurliði skotkeppninnar: Sigurjón Örn Magnússon og Völundur Hafstað Haraldsson
Besti „Pro“ Guard – Ingvi Þór Guðmundsson
Besti „Pro“ Forward – Þórir Guðmundur Þorbjarnarson
Mynd/ Íslensku strákarnir við Red Auerbach Basketball School.