spot_img
HomeFréttirValskonur kláruðu dæmið snemma

Valskonur kláruðu dæmið snemma

Valur tók á móti Stjörnunni í Lengjubikarkeppni kvenna í kvöld og gerðu snemma út um viðureign liðanna enda var staðan orðin 48-26 í hálfleik. Hannes Birgir Hjálmarsson leit við í Vodafonehöllinni í kvöld.
 
Fyrsti leikhluti.
Lítið markvert gerðist fyrstu mínúturnar og liðin skiptust á að skora, varnir liðanna voru ekki áberandi og eftir fjórar mínútur leiddi Stjarnan 11-12 og Valsmenn taka leikhlé. Valsstelpur gefa aðeins í og leiddar áfram af Hallveigu ná þær sjö stiga forystu þegar tvær mínútur eru eftir af fyrsta fjórðungi en Hallveig hefur skorað 11 stig. Stjarnan tekur leikhlé og minnkar muninn í tvö stig rétt fyrir lok fjórðungsins 23-21.
 
Annar leikhluti.
Valsliðið virka ákveðnari í byrjun leikhlutans, pressan gengur betur og ná aftur sjö stiga forystu eftir fjórar mínútur og síðan bæta þær um betur og eftir að Margrét Ósk skorar úr hraðaupphlaupi er staða 35-23 og leikhlutinn hálfnaður. Þá kemur Jaleesa Butler inná í fyrsta sinn og Valsliðið heldur áfram yfirburðum og munurinn fer í 19 stig 42-23. Ekkert gengur hjá Stjörnunni sem hafa bara skorað fimm stig í öðrum leikhluta þar af þrjú úr vítum. Staðan 48-26.
 
Í hálfleik eru helstu tölur:
Valur: Hallveig 11 stig, Þórunn 9 stig og 3 stoðsendingar, Ragna Margrét 7 stig og 7 fráköst, Guðbjörg 2 stig og 4 stoðsendingar.
Stjarnan: Bryndís Hanna 8 stig og 3 fráköst, Andrea Ösp 6 stig, Eva María 4 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Þriðji leikhluti
Sóknarleikur beggja liða gengur brösuglega og lítið skorað Valur leiðir 55-28 eftir fjórar mínútur. Þá er eins og Valsstelpurnar geti ekki klikkað á skoti og ná 37 stiga forskoti 67-30 og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Lítið markvert gerðist og Valur leiðir 67-33 fyrir lokafjórðunginn.
 
Fjórði leikhluti.
Síðasti leikhlutinn er í raun bara formsatriði, öruggur Valssigur er í höfn. Bæði lið gefa öllum leikmönnum tækifæri. Staðan er 76-40 þegar fjórar mínútur eru liðnar og 81-42 þegar þrjár mínútur eru eftir. Valsliðið var talsvert sterkara liðið í leiknum eftir rólega byrjun og sigrar að lokum 86-42 eftir flautukörfu frá miðju fra Rut.
 
Hannes Birgir Hjálmarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -