spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueValencia héldu von um sæti í úrslitakeppni EuroLeague lifandi með sigri í...

Valencia héldu von um sæti í úrslitakeppni EuroLeague lifandi með sigri í síðasta leik deildarkeppninnar

Lið Martins Hermannssonar, Valencia, lagði í kvöld Baskonia í EuroLeague, 86-81. Eftir leikinn er Valencia í 8. sæti deildarinnar með 19 sigra og 15 töp það sem af er tímabili.

Martin tók ekki þátt í leik kvöldsins, en hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum.

Sigurinn í kvöld nauðsynlegur fyrir vonir Valencia um að komast í úrslitakeppni deildarinnar. Eru í harðri keppni við Zenit um áttunda sætið. Zenit er einum sigurleik fyrir neðan þá, en eiga tvo leiki eftir. Verði liðin með jafn marga sigra, endar Valencia í 8. sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -