spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueValencia héldu von um sæti í úrslitakeppni EuroLeague lifandi með sigri á...

Valencia héldu von um sæti í úrslitakeppni EuroLeague lifandi með sigri á Alba Berlin

Lið Martins Hermannsonar, Valencia, lagði hans gömu félaga í Alba Berlin í EuroLeague í kvöld, 86-90. Martin tók ekki þátt í leiknum, en hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum.

Tölfræði leiks

Eftir leikinn er Valencia í 10. sæti deildarinnar, en aðeins 8 efstu komast áfram í úrslitakeppnina. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í kringum þá í deildinni. Aðeins einn leikur er eftir hjá þeim, en það er heimaleikur gegn Baskonia.

Von Valencia um að komast áfram er til staðar, en afar veik. Zenit, sem eru í 8. sætinu, eiga einum fleiri leik eftir. Vinni Zenit bara annan tveggja síðustu leikja sinna, á meðan að Valencia vinnur Baskonia, getur farið svo að liðin verði jöfn og þá fara Valencia í úrslitakeppnina á innbyrðisviðureign.

Fréttir
- Auglýsing -