spot_img
HomeFréttirÚtisigrar hjá Lakers og Bulls

Útisigrar hjá Lakers og Bulls

 
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Kobe Bryant smellti niður 31 stigi í sigri Lakers og Derrick ,,dýpsta cross-over deildarinnar” Rose splæsti í 33 stig í sigri Bulls. Chicago lagði Houston 92-95 á útivelli og Lakers höfðu betur gegn Milwaukee á útivelli 118-107.
Kobe Bryant var með 31 stig og 7 fráköst í sigrinum gegn Milwaukee og Brandon Jennings var á pari við Bryant fyrir Bucks einnig með 31 stig.
 
Derrick Rose gerði 33 stig gaf 7 stoðsendingar fyrir Chicago Bulls í nótt þegar liðið vann góðan 92-95 útisigur á Houston Rockets. Argentínumaðurinn Luis Scola var stigahæstur í liði Rockets með 27 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Cleveland 101-93 Philadelphia
Indiana 92-102 Atlanta
Washington 100-94 Toronto
Memphis 99-100 Portland
Denver 120-118 New York
 
Mynd/ Derrick Rose er allt í öllu hjá Bulls og hefur gert 24,7 stig og gefið 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er tímabilinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -