09:51
{mosimage}
(Chris Bosh reyndist Clippers erfiður í nótt)
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Toronto Raptors lögðu LA Clippers 77-80 í Staples Center, Bulls lágu heima 91-103 gegn Lakers og Nets tapaði naumlega á heimavelli 101-106 gegn Sacramento Kings.
Chris Bosh gerði 24 stig og tók 9 fráköst í sigri Raptors en Corey Maggette var með 22 stig í liði Clippers. Þá gerði Chris Kaman 12 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers og náði þar með tíundu tvennunni í röð.
26 stig og 7 fráköst hjá Luol Deng dugðu skammt fyrir Bulls þegar liðið lá heima gegn Lakers í nótt en sex leikmenn í liði Lakers gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Þeirra atkvæðamestur var Sasha Vujacic með 19 stig og Kobe Bryant gerði 18.
John Salmons gerði 31 stig og gaf 7 stoðsendingar í 101-106 sigri Sacramento á útivelli gegn New Jersey. Fjórir leikmenn Kings gerðu 20 stig eða meira í leiknum. Hjá heimamönnum í Nets var Richard Jefferson með 36 stig og 9 fráköst en Jason Kidd vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná þrennunni. Hann var með 11 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum.