Utandeild Breiðabliks hefst föstudaginn 13. nóvember. Leikið verður á nýju parketgólfi í Smáranum. Alls hafa 9 lið skráð sig og er möguleiki á að taka við fleiri liðum, en keppt er í tveim riðlum.
Að lokinni riðlakeppni verður úrslitakeppni. Þátttökugjald er kr. 45.000 og hægt að skrá sig hjá [email protected] fram á mánudaginn 9. nóvember.