spot_img
HomeFréttirUsher sá um Skallagrím

Usher sá um Skallagrím

Keflavík sigraði Skallagrím í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Sláturhúsinu, með 78 stigum gegn 75. Leikurinn var sá fyrsti eftir jólafrí beggja liða. Keflavík er eftir sigurinn í 3. sæti með 14 stig á meðan að Skallagrímur er í 10. sæti með 4.
 
Fyrir leikinn höfðu bæði lið farið í gegnum einhverjar breytingar. Þar sem að lið heimamanna hafði nælt sér í nýjan útlending í Davon Usher, sem og höfðu þeir endurheimt leikstjórnandann Arnar Frey Jónsson úr meiðslum. Gestirnir höfðu aftur á móti náð í skyttuna Magnús Þór Gunnarsson úr röðum Grindavíkur.

 

Skallagrímur var betri aðilinn í fyrri hálfleik, en staðan var 33-40 fyrir þeim eftir fyrstu tvo leikhlutana. Þó að heimamenn hafi verið skrefinu á eftir, var það áberandi, bæði, hvað nýr útlendingur þeirra var ragur við að taka af skarið (skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleik) sem og hvað gestirnir voru að keyra á fáum mönnum. 

 

Í þriðja leikhlutanum snérist taflið þó fljótt við. Keflvíkingar mættu mun betur stemmdir til leiks og tókst það að vinna þann leikhluta með heilum 13 stigum og héldu því með 6 stiga forystu í þann síðasta. Um mestu munaði fyrir þá þar, var að áðurnefndur, nýr útlendingur þeirra, Davon Usher, tók sig allsvakalega saman í andlitinu og setti heil 14 stig í röð fyrir þá þar á 7 mínútna kafla.

 

Fjórði leikhluti var jafn og spennandi að mestu leyti, þar sem að heimamenn voru að mestu einhverjum 4-6 stigum á undan. Þangað til alveg í lokin, en þá náðu gestirnir að gera þetta að eilitlum leik með því að setja leikmenn Keflavíkur á vítalínuna í þeirri von að skot þeirra þaðan geiguðu einhver og að þeirra sóknir myndu ganga eftir hinumegin á vellinum. 

 

Þessi áætlun hjá þeim gekk upp og í blálokin, í stöðunni 78-75, freistuðu þeir þess að jafna leikinn með einu lokaskoti. Skotið var vel af hjá þeim, sem var leiðinlegt, því leikurinn var bæði spennandi og skemmtilegur. Framlenging hefði ekki verið verið neitt annað en gleðilegt framhald og að miklu réttmætt líka.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Davon Usher, sem skilaði hæstu framlagi (25) allra leikmanna á vellinum, en hann skoraði 25 stig, tók 9 fráköst og stal 5 boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í þessum fyrsta leik sínum fyrir Keflavík. 

 

 

Myndasafn 

 

Tölfræði

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Magnús Þór – Skallagrímur:

 

Davon Usher – Keflavík:

 

 

 
Fréttir
- Auglýsing -