spot_img
HomeFréttirÚrslitin hefjast í dag

Úrslitin hefjast í dag

11:52

{mosimage}
(Það verður barist á Ásvöllum í dag)

Nú er hápunkturinn í Iceland Express-deild kvenna að fara hefjast þegar deildarmeistarar Hauka taka á móti Subwaybikarmeisturum KR í fyrsta leik úrslitanna á Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og ef eitthvað er að miða við fyrri leiki þessa liða í vetur má búast við hörkuleik. Þessi lið hafa mæst fimm sinnum í vetur og hafa Haukar unnið fjóra þeirra og KR-ingar einn og var sigur þeirra í Subwaybikarnum.

Leikir Hauka og KR í vetur:
IE-deildin                    18. febrúar             2009 KR-Haukar             72-83
IE-deildin                    29. janúar              2009 Haukar-KR             65-57
Subwaybikarinn          11. janúar               2009 Haukar-KR             65-93
IE-deildin                    17. desember         2008 Haukar-KR             89-62
IE-deildin                    1. nóvember           2008 KR-Haukar             53-72

Allir lykilleikmenn liðanna eru heilir heilsu miðað við síðustu heimildir Karfan.is og því ljóst að bæði munu tjalda öllu til í dag.

Er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem Haukar fara í úrslit en KR-ingar voru einnig í úrslitum í fyrra. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp í efstu deild kvenna tímabiið 1992-93 hafa KR-ingar spilað tíu sinnum til úrslita og er þetta því 11. skiptið. Þrátt fyrir gott gengi undanfarin ár voru Haukar á löngum köflum ekki meðal þeirra bestu í meistaraflokki og er þetta því þriðja skiptið sem liðið spilar til úrslita.

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni:
KR 1999, 2001, 2002
Haukar 2006, 2007

Hægt er að lesa margt fróðlegt um sögu úrslita og úrslitakeppni kvenna á vef KKÍ.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -