10:30
{mosimage}
(Signý Hermannsdóttir)
Signý og Valskonur máttu sætta sig við að detta út gegn Hamri í úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna en við á Karfan.is fengum Signýju til þess að rýna í oddaleik Hauka og KR sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15 annað kvöld.
,,Ég held að þessi úrslitaleikur verði gífurlega spennandi og dramatískur. Liðin eru mjög jöfn og hafa bæði unnið heima og heiman í vetur og ég held að spennustigið eigi eftir að hafa mikið að segja hvernig liðunum gengur. Vil ekki spá hvort liðið sigrar en geri ráð fyrir spennu fram á lokamínútu,“ sagði landsliðsmiðherjinn öflugi Signý Hermannsdóttir.